
Í helgarblaði Fréttablaðsins 30.mars var fjallað um fimm sjálfbæra norræna stóla sem voru til sýnis á Hönnunarmars. Skrifborðsstóllinn Håg Capisco var þar fyrir hönd Noregs.
Hvað er svona umhverfisvænt við Håg Capisco?
Kolefnisfótspor við framleiðslu stólsins er aðeins um 45kg, ekkert lím eða hættuleg efni eru notuð, 48% úr endurunnum efnum og plastefni stólsins er endurunnið úr plasti sem kemur frá heimilum. Tímalaus hönnun yfir 30 ár á markaðnum, hægt að skipta um áklæði (með hjálp frá seljanda) og inniheldur fáa hluti sem auðvelt er að taka í sundur. Håg Capisco er einnig fyrsti skrifborðsstóllinn til að hljóta svansvottun.