Við hönnun á skrifstofum nútímans þurfa hönnuðir að takast á við breytilegar þarfir fyrirtækja á sama tíma og umhverfi er skapað sem styrkir við vörumerki fyrirtækisins. Vel hönnuð rými geta verið drifkraftur nýsköpunar, eflt fyrirtækjamenningu og komið sýn fyrirtækisins til skila.
En hvaða straumar verða áberandi fyrir árið 2020 við hönnun á vinnustöðum?
Við litum aðeins yfir þróunina á árinu og hverju er verið að spá erlendis
Hér fyrir neðan koma nokkur mynstur sem við urðum vör við
Óformleg og opin félagsleg rými
Þróun sem heldur áfram, rými sem geta haft ýmsa notkunarmöguleika


Heilsuvæn húsgögn í fyrirrúmi
Hæðarstillanleg rafmagnsborð eru orðin staðalbúnaður og heilsuvænn skrifborðsstóll sem nýtist sem best með borðinu. Við spáum því að eftirspurnin eftir fleiri vörum sem hreyfa við þér í vinnu muni aukast

Náttúruleg eik og eikarlitur er að koma sterkur inn
Einnig höfum við fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir svörtum borðum og húsgögnum

Náttúran inn á skrifstofuna og að nýta náttúrulega lýsingu sem mest
Rannsóknir hafa sýnt að 47% starfsmanna telja að þau skorti náttúrulega lýsingu og það dragi úr þeim orku við vinnu

Håg Capisco skrifborðstóla er hægt að nota sem háa fundarstóla með fjölbreyttum setu möguleikum, heilsuvænni og skilvirkari fundum
Hljóðvist skiptir sífellt meira máli í opnum rýmum

-Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgagna