Á árinu 2020 hefur heima skrifstofan fengið stærra
hlutverk, flestir eru búnir að skilgreina eitthvað svæði heima fyrir sem
vinnurými, hvort sem það er lítið horn, eldhúsborðið eða skrifstofuherbergi.
Hve stór eða lítil eða hvar skrifstofan eða vinnurýmið er
skiptir ekki öllu máli, búnaðurinn sem þú ert með er annaðhvort að fara að
hjálpa þér að vinna eða standa í vegi fyrir fjarvinnunni. Að sitja á eldhússtól
við eldhúsborðið heima er til að mynda ekki að fara að hjálpa þér að finna flæði
við vinnu. Kyrrsetan er einfaldlega of mikil og líkaminn mun kalla á breytingar
sem eldhússtóllinn hefur ekki upp á að bjóða.
Fáðu innblástur, hér að neðan eru fimm mismunandi útfærslur af skrifstofu heima, allar þessar vörur á myndum eru einungis fáanlegar í sérpöntun.
Heilsuvæn, skapandi og verkleg skrifstofa, kjörin í fjarvinnu. Longo skenkur fáanlegur í sérpöntun. Litur á vegg skapar ákveðna stemmingu sem er svo jarðtengd með dökkum og gráum tónum við gólfflöt.
Fyrir heilsuvæna skrifstofu mælum við með Ergolift skrifborði (hægt að fá hvíta borðplötu og svarta T fætur) og Håg Futu 1200 nettum skrifborðsstól
Minimalísk skrifstofa, ljós, létt, einföld. Meginstefið er að minna er meira. Noom 30 gestastólar (ekki ætlaðir fyrir lengri setutíma, mælum frekar með skrifborðsstól fyrir slíkt). Longo borð og Longo skenkur fáanlegur í sérpöntun, hægt að skapa svipuð áhrif með Ergolift rafmagnsborði, með hvítri plötu og hvítum T fótum en það er til á lager
Norrænn stíll, léttir viðarlitir, ljósir litir og smá hygge blandað inn í . Prisma borð, Actiu skenkur
Heilsuvæn, ljós, einföld skrifstofa með sterkan rauðan lit sem myndar andstæðu. Hægt er að sérpanta stóla í ýmsum litum. Wing úti og innistólar eru hér sem gestastólar.
Grænir tónar í bland við ljósan norrænan stíl. Noom 30 fundarstóll, Noom 50 gestastóll, Longo skenkur. Skemmtilegt hvernig sléttum flötum er blandað saman við hrjúfa fleti. Tré í bakgrunn sennilega ólífutré gefur skrifstofunni meira líf.
-Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgögn
Þú getur keypt þér skrifborðsstól fyrir um 30 þúsund krónur. Verði svoleiðis stóll fyrir valinu er allt eins líklegt að þú munir standa aftur á byrjunarreit að leita þér að nýjum stól innan tveggja ára. En hvað kostar góður skrifborðsstóll? Það er stóll sem endist og hjálpar þér að halda góðri setustöðu og á hreyfingu meðan setið er.
Of ódýrir skrifstofustólar geta verið dýrari til lengdar
Svampur og áklæði og undirgrind eru yfirleitt ekki gerð til að endast lengi á ódýrari stólum
Líklegt er að ódýrir skrifborðsstólar séu óvandaðir og passi þér ekki í stærð sem veldur því að stóllinn ýti undir ranga setustöðu. Slíkt til lengri tíma getur valdið krónískum stoðkerfisvandamálum og jafnvel breytt líkamsstöðu þinni til hins verra. Oft eru svoleiðis stólar ekki með samhæfða hreyfingu baks og setu sem þýðir bara eitt stóllinn mun halda þér í kyrrsetu. Kyrrseta hefur verið tengd við fjöldan allan af sjúkdómum svo sem hjartasjúkdóma, ýmsar tegundir af krabbameini og sykursýki 2. Rekja má kyrrsetu beint til 3,8% allra dauðsfalla í heiminum í dag.
6 eiginleikar sem einkenna góðan skrifborðsstól
Stuðningur við mjóbak
Hæðarstillanlegt bak eða stillanleg hæð á mjóbakspúða
Stillanleg setudýpt til að stilla rétt stuðning við mjóbak og stuðning undir læri
Stillanlega arma sem ættu að vera aftarlega til að þú komist sem næst borðinu
Samhæfð hreyfing baks og setu hvetur þig til hreyfinga
Lengri ábyrgð, helst um 10 ár, þú vilt fjárfesta í stól sem er ekki með vesen og er ekki að bila/slitna hratt.
Bónus: Til að stóllinn nýtist sem best er best að vera með hækkanlegt skrifborð
Svo þú getir hvílt olnboga í réttri hæð á borðinu miðað við setustöðu hverju sinni og í mismunandi hæð í setustöðu og svo þú getir staðið inn á milli.
Hvað kosta svona stólar almennt í dag?
Að meðaltali eru skrifborðsstólar sem uppfylla ofangreindar kröfur á 199.016 m vsk á markaðnum samkvæmt síðustu verðkönnun okkar þann 26.október 2020. Inn í verðkönnun okkar tókum við inn 23 skrifborðsstóla frá 5 mismunandi fyrirtækjum.* Stólar sem voru yfir 350.000 kr voru ekki teknir inn því slíkir stólar eru oft sérhæfðari og eftirspurn er minni eftir þeim.
Stólar sem við erum að selja og bendum á í þessu sambandi eru: