Á árinu 2020 hefur heima skrifstofan fengið stærra hlutverk, flestir eru búnir að skilgreina eitthvað svæði heima fyrir sem vinnurými, hvort sem það er lítið horn, eldhúsborðið eða skrifstofuherbergi.
Hve stór eða lítil eða hvar skrifstofan eða vinnurýmið er skiptir ekki öllu máli, búnaðurinn sem þú ert með er annaðhvort að fara að hjálpa þér að vinna eða standa í vegi fyrir fjarvinnunni. Að sitja á eldhússtól við eldhúsborðið heima er til að mynda ekki að fara að hjálpa þér að finna flæði við vinnu. Kyrrsetan er einfaldlega of mikil og líkaminn mun kalla á breytingar sem eldhússtóllinn hefur ekki upp á að bjóða.
Fáðu innblástur, hér að neðan eru fimm mismunandi útfærslur af skrifstofu heima, allar þessar vörur á myndum eru einungis fáanlegar í sérpöntun.
Fyrir heilsuvæna skrifstofu mælum við með Ergolift skrifborði (hægt að fá hvíta borðplötu og svarta T fætur) og Håg Futu 1200 nettum skrifborðsstól
Myndir frá spænska birgja okkar Actiu