Umhverfismál

Umhverfisstefna EG Skrifstofuhúsgagna

EG Skrifstofuhúsgögn átta sig á þeirri gífurlegu ábyrgð sem fylgir því að reka húsgagnafyrirtæki. Stefna okkar er því að vera með:

Umhverfisvænar vörur

Allir okkar birgjar þurfa að standast ítarlegar kröfur okkar um umhverfisvernd. Þá er farið yfir hvort vörur innihaldi skaðleg efni, kolefnisfótspor, umhverfisstaðla og umhverfisstefnu birgja.

Umhverfisvænn rekstur

  • Leitast er við að notast við umhverfisvæn efni í viðgerðum og við alla smíði
  • Húsgögn sem ekki seljast eru seld á niðursettu verði eða í sumum tilfellum gefin.
  • Rafmagn sparað. Búið er að skipta að miklu leyti yfir í Led ljósaperur.
  • Pappír er sparaður og allur pappír sem notast er við er endurunninn. Leitast er við að notast sé við bæklinga og verðlista á tölvutæku formi.
  • Allir birgjar okkar þurfa að standast okkar kröfur um umhverfisvernd. Allar vörur eru með umhverfisvottanir.

Fyrirmyndar sorpflokkun

  • -Allt rusl er flokkað innanhúss. Bylgjupappa er safnað, flöskum, plasti og pappír.

Hvernig skiptir þetta mig máli?​

Húsgögn geta haft í för með sér nokkuð umhverfissfótspor á jörðina, þau geta innihaldið skaðleg efni sem eru bæði skaðleg fyrir umhverfið og fólk sem þau nota og útblástur við framleiðslu þeirra getur verið mikill.

Sem dæmi má nefna að skaðlega efnið formaldehyde er að finna í húsgögnum, sófum og stólum. Sýnt hefur verið fram á að efnið getur ýtt undir áhættu á ýmsum tegundum krabbameins.

Áfram verður leitast við að bæta og finna umhverfisvænni leiðir í átt að grænni framtíð.

Gæðastefna EG Skrifstofuhúsgögn

Við bjóðum einungis upp á vörur sem eru í góðum gæðum og eru frá evrópskum birgjum sem hafa reynst vel.

Vörur eru skoðaðar áður en þær eru afhentar, til að tryggja að þær séu í lagi við afhendingu

Birgjar fyrirtækisins eru sérvaldir eftir reynslu um gæði og að vera í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum og getu til að bjóða góð verð.

Gæði þjónustu

Starfsfólk EG hefur yfir að ráða yfirgripsmikla þekkingu og reynslu, samtals yfir 50 ára reynslu innanborðs. Ásamt góðum og reglulegum samskiptum við arkítekta, sjúkraþjálfara, innkaupaaðila og annarra um þarfir og þróun í vöruvali á húsgögnum og þjónustu.

Afhending á húsgögnum á lager er alla jafna 1-3 virkir dagar. Í stærri verkefnum er afgreiðslufrestur alla jafna ekki lengri en 7 dagar. Skrifborðsstóla, tússtöflur og aðra aukahluti er hægt að fá afhent út úr búð.  Sérpöntun tekur að jafnaði um 6-10 vikur, eftir fremsta megni er leitast við að hafa biðtíma ekki lengri.

Hægt er að ná í okkur í síma, tölvupóst og skilaboðum á samfélagsmiðlum á opnunartíma.

Vörur sem pantaðar eru á netinu eru afgreiddar á opnunartíma og afgreiðslufrestur að jafnaði innan við 1.virkur dagur.

Sjá nánar skilmála við greiðslu á netinu, smelltu á hlekk hér

Gæði vöru

Allir birgjar fyrirtækisins hafa gæðavottanir og starfa innan Evrópska efnahagssvæðisins. IDT frá Noregi framleiðir rafmagnsstel undir rafmagnsborðin okkar og er með ISO:9001:2008 og ISO 14001:2004 gæðavottanir. Actiu frá Spáni framleiðir skrifstofuhúsgögn, fundar og ráðstefnuhúsgögn og stóla og er með Ecodesign umhverfisstjórnunarvottun ISO 14006:2011. Actiu er einnig með Global Compact vottun. Að auki er vottað að verksmiðja Actiu er kolefnishlutlaus.

Flokk framleiðir skrifborðsstóla okkar eins og Håg, Flokk er með ISO 14001-2020 , ISO 50001-2020 , ISO 9001-2020 vottanir.  Scan Sorlie er norskt fyrirtæki með skrifstofuhúsgögn, með norsku umhverfisvottunina Miljofyrtårn. Fumac er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borðplötum, FSC vottað.

Ármúli 22, 108 Reykjavík

Opnunartími 9-17 alla virka daga

533-5900

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn