Síðan er í vinnslu.

Ert þú að vinna að heiman? Svona passar þú upp á heilsuna við vinnu

Að vinna að heiman er nýr veruleiki fjölda fólks þessa dagana og nýjar aðstæður kalla á nýjar áskoranir. Ekki hafa allir aðgang að sérstöku skrifstofuherbergi eða rými heima hjá sér og því er sófinn eða borðstofuborðið ný vinnustöð hjá mörgum. Þar á ofan getur innivera dregið mikið úr því hvað við hreyfum okkur mikið yfir daginn. Þetta saman getur haft neikvæð áhrif á líkama okkar, líkamsstöðu og vellíðan.

Hér að neðan má finna nokkur gagnleg ráð til að bæta líðan við fjarvinnu á þessum óvenjulegu tímum

Haltu þér fjarri sófanum

Flestir eru sammála að sófinn er versti staðurinn til að vinna í til lengri tíma og hefur fljótt neikvæð áhrif á líkamsstöðu þína. Þægilega tilfinningin getur verið blekkjandi og dregið úr vilja fólks til að hreyfa sig og breyta um stöðu, sem mun bara gera illt verra. Ef þú hefur nokkurn annan möguleika veldu þá eldhúsborðið frekar.

Notaðu réttan búnað

Það er ómögulegt að segja til um hve lengi þetta fjarvinnu ástand varir og eru sumir farnir að spá því að það verði talið í mánuðum, jafnvel meira áður en fólk fer að koma aftur til baka á skrifstofurnar. Fyrir fyrirtæki og stofnanir þýðir þetta að sú vinnuaðstaða sem fólk er með heima hjá sér mun hafa töluverð áhrif á vinnuframlag, líðan og heilsu starfsfólks.

Þessi vinnuaðstaða inniheldur:

Lyklaborð og mús

Að halla sér fram yfir fartölvu yfir langan tíma getur valdið miklum skaða, svo lyklaborð og mús eru fljótleg leið til að bæta vinnuaðstöðuna.

Stillanlegan skrifborðsstól

Næst mikilvægasti búnaðurinn fyrir heilsuvæna vinnuaðstöðu er stillanlegur skrifborðsstóll, góður stóll hjálpar þér að halda réttri líkamsstöðu, ýtir undir hreyfanleika og eykur einbeitingu og þar með vinnuframlag.

Haltu þér á hreyfingu – að minnsta kosti á hálftíma fresti

Líkami þinn þráir hreyfingu og kyrrseta hefur verulega neikvæð áhrif á líkamsstöðu okkar og vellíðan. Að vinna að heiman felur í sér mun meiri einangrun og þar með hefur þú færri ástæður til þess að hreyfa þig. Það er því gott ráð að minna sig á að hreyfa sig eitthvað á hálftíma fresti. Þú þarft ekki að taka heila æfingu, það getur verið nóg að teygja úr þér og sérstaklega á hryggnum. Það gæti hjálpað að láta símann senda sér áminningu og reyna þá um leið að festa inn nýjar venjur.

Håg Capisco skrifborðsstóll er sérlega þægilegur fyrir fjölbreyttar setustöður og auðvelt að teygja úr sér í honum

Fáðu ferskt loft

Bættu fersku lofti inn í stuttu pásurnar. Kíktu út á svalir, út í garð, upp á þak, út í glugga, mun gera helling fyrir þig.

Fáðu dagsbirtu

Það er alltof auðvelt þessa dagana að vera allan daginn inni, svo ef þú getur fáðu smá d vítamín frá dagsbirtunni á meðan þú tekur þér pásur.

Vertu í sambandi

Að vinna að heiman getur verið einmannaleg reynsla, svo passaðu upp á að halda sambandi við vinnufélagana og fólkið í kringum þig. Nóg er úrvalið af samskiptamiðlum og fjarfundarforritum, nýttu þau.

Stundaðu líkamsrækt

Þegar vinnudeginum er lokið er enn þá mikilvægt að hlúa að líkamanum. Minni hreyfing þýðir að nú sem aldrei fyrr er enn meiri ástæða til þess að hreyfa sig reglulega. Ef þú getur, farðu í göngutúr fyrir eða eftir vinnu. Þú getur einnig nýtt þér fjöldan allan af þeim æfingum sem flæða nú yfir frétta- og samfélagsmiðla.

Samantekt

Heimili okkar er oft ekki hannað fyrir vinnu, fylgdu þessum fljótlegu ráðum til að bæta líðan þína við fjarvinnu:

-Notaðu mús og lyklaborð

-Notaðu stillanlegan skrifborðsstól

-Hreyfðu þig á 30 mínútna fresti

-Gættu þess að fá ferskt loft og dagsbirtu reglulega

-Haltu sambandi við vinnufélaga

-Stundaðu líkamsrækt daglega

Hjá skandinavíska fyrirtækinu Flokk finnur því fjölbreytt úrval skrifborðsstóla sem allir eiga eitt sameiginlegt að vera hannaðir til þess a styðja við líkama þinn við vinnu og ýta undir þína heilsu. Sjáðu skrifborðsstóla okkar hér en vörumerki frá Flokk eru Håg og RH stólar

Deila greininni:

Ármúli 22, 108 Reykjavík

Opnunartími 9-17 alla virka daga

533-5900

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn