Hvaða stíl viltu hafa á heimaskrifstofu þinni?

Á árinu 2020 hefur heima skrifstofan fengið stærra hlutverk, flestir eru búnir að skilgreina eitthvað svæði heima fyrir sem vinnurými, hvort sem það er lítið horn, eldhúsborðið eða skrifstofuherbergi.

Hve stór eða lítil eða hvar skrifstofan eða vinnurýmið er skiptir ekki öllu máli, búnaðurinn sem þú ert með er annaðhvort að fara að hjálpa þér að vinna eða standa í vegi fyrir fjarvinnunni. Að sitja á eldhússtól við eldhúsborðið heima er til að mynda ekki að fara að hjálpa þér að finna flæði við vinnu. Kyrrsetan er einfaldlega of mikil og líkaminn mun kalla á breytingar sem eldhússtóllinn hefur ekki upp á að bjóða.

Fáðu innblástur, hér að neðan eru fimm mismunandi útfærslur af skrifstofu heima, allar þessar vörur á myndum eru einungis fáanlegar í sérpöntun.

Heilsuvæn, skapandi og verkleg skrifstofa, kjörin í fjarvinnu. Longo skenkur fáanlegur í sérpöntun. Litur á vegg skapar ákveðna stemmingu sem er svo jarðtengd með dökkum og gráum tónum við gólfflöt.

Fyrir heilsuvæna skrifstofu mælum við með Ergolift skrifborði (hægt að fá hvíta borðplötu og svarta T fætur) og Håg Futu 1200 nettum skrifborðsstól

Minimalísk skrifstofa, ljós, létt, einföld. Meginstefið er að minna er meira. Noom 30 gestastólar (ekki ætlaðir fyrir lengri setutíma, mælum frekar með skrifborðsstól fyrir slíkt). Longo borð og Longo skenkur fáanlegur í sérpöntun, hægt að skapa svipuð áhrif með Ergolift rafmagnsborði, með hvítri plötu og hvítum T fótum en það er til á lager



Norrænn stíll, léttir viðarlitir, ljósir litir og smá hygge blandað inn í . Prisma borð, Actiu skenkur

Heilsuvæn, ljós, einföld skrifstofa með sterkan rauðan lit sem myndar andstæðu. Hægt er að sérpanta stóla í ýmsum litum. Wing úti og innistólar eru hér sem gestastólar.

Grænir tónar í bland við ljósan norrænan stíl. Noom 30 fundarstóll, Noom 50 gestastóll, Longo skenkur. Skemmtilegt hvernig sléttum flötum er blandað saman við hrjúfa fleti. Tré í bakgrunn sennilega ólífutré gefur skrifstofunni meira líf.

Myndir frá spænska birgja okkar Actiu

Deila greininni:

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn