Hvaða þróun verður í skrifstofuhúsgögnum árið 2021?

Árið sem er að líða hefur verið engu líkt og ýtt undir hraðari samfélagsbreytingar og þar eru breytingar á því hvernig vinna er skipulögð umtalsverðar.

Mörg okkar höfum við varið miklum tíma heima fyrir og áttað okkur á því að hluti vinnunar getur sannarlega verið unnin heima fyrir. Svo óljóst er að þegar covid ástandinu lýkur hvort allir starfsmenn snúi til baka og sennilegast er að hluti starfsmanna muni áfram kjósa að vinna heima fyrir að einhverjum hluta. Þá er að huga að því að vinnustaðurinn geti verið vagga sköpunar og teymisvinnu þegar á þarf að halda.

Við skoðuðum hvað væri verið að fjalla um erlendis um hvaða þróun verði í húsgögnum á vinnustaðnum á árinu 2021. Hér að neðan eru helstu þemu sem við tókum eftir

Mjúk form, hringlaga sófar, rúnnaðir kantar á húsgögnum

Håg Capisco einn af fáu svansmerktu skrifborðsstólum á markaðnum

Umhverfisvitund, náttúrulegur efniviður, ljósir viðarlitir. Mannkynið hefur gengið of mikið á náttúruna og það eykur líkur á súnu (smitsjúkdómum líkt og Covid sem berast frá dýrum í menn). Ein af svörunum við því er meiri sjálfbærni og því er spáð að sjálfbærari og betri nýting húsgagna fái sífellt stærra hlutverk.

Bolt hægindastólar og Size sófaborð, fáanleg í sérpöntun

Þægindi, margir starfsmenn hafa undanfarið upplifað þægindin við að vinna heima, því er spáð að aukin krafa verði um að þau þægindi séu meira til staðar á vinnustaðnum.

Prisma borð fáanlegt í ýmsum stærðum og litum

Plöntum heldur áfram að fjölga og koma meira og meira inn á skrifstofuna, grænir veggir, stærri pottar, ker

Færanleg skilrúm, hægt að setja upp rými fyrir fundarhöld hvenær sem er færa og breyta eftir notkun hverju sinni.

Einnig er komið á markað færanlegt fundarborð sem er einnig tússtafla á hjólum ef á þarf að halda sjá hér

MR Box sófar með skilrúmi

Fyrirtæki og stofnanir halda áfram að bæta hljóðvist á vinnustaðnum. Sífellt fleiri eru að bæta við símaklefum, dæmi um slíka er MR box símasófi með skilrúmi sem er fáanlegur í sérpöntun

Bolt hægindastólar og MR Box sófi með skilrúmi og þaki

Meiri áhersla á sameiginlegu rýmin, fólk er í auknum mæli farið að vinna hugmyndavinna og teymisvinna er einn mikilvægasti þátturinn sem á sér stað innan fyrirtækja. Sjálfstæð vinna starfsmanna getur að miklu leyti farið fram heima fyrir.

Rýmum skipt betur niður og skilrúm verða mikilvægari og meira lagt í hönnun þeirra en áður

Við hjá EG Skrifstofuhúsgögn óskum ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á ári bóluefnisins 2021

Deila greininni:

Ármúli 22, 108 Reykjavík

Opnunartími 9-17 alla virka daga

533-5900

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn