Síðan er í vinnslu.

Skilmálar

Vöruskilmálar

Hægt er að skila vöru innan 14 daga gegn endurgreiðslu, varan þarf þá að vera í upprunarlegu og seljanlegu ástandi. Hægt er að skila vöru í seljanlegu ástandi allt að 7 dögum eftir afhendingu. Öll verð á heimasíðu eru með vsk og eru í íslenskum krónum.

Afhending

verð á vörum miðast almennt við samsetta vöru tilbúna til afhendingar

Vörur út á land fara af stað ósamsettar

Við sendum við út á land með Flytjanda og akstur greiðist þá af kaupanda skv verðskrá Flytjanda. Hægt er að láta senda með öðrum flutningsaðila og einnig er í boði að fá sendibíl okkar út á land með vörur frá okkur og er þá samið sérstaklega um verð eftir vegalengd og umfangi. 

EG Skrifstofuhúsgögn ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða í flutningum hjá flutningsaðila, í slíkum tilfellum þarf að sækja bætur til flutningsaðila. 

Akstur á húsgögnum innanbæjar með okkar sendibíl er 7.280 m vsk, fyrir stærri verkefni leigjum við stóran sendibíl og gilda þá önnur verð eftir umfangi.

Afgreiðslufrestur er breytilegur eftir hvernig verkefni standa en almennt er afgreiðslufrestur á vörum sem eru til á lager, 2-5 dagar. Fyrir stærri verkefni getur afgreiðslufrestur verið lengri.

Lán á stólum

Hægt er að fá skrifborðsstól lánaðan í allt að 7 daga, sé stól ekki skilað innan 10 daga áskiljum við okkur rétt til þess að skrifa út reikning fyrir honum. Stólar sem lánaðir eru eru nýir og ónotaðir og því ekki hægt að fá stól lánaðan og biðja um að honum sé svo síðar skipt út fyrir annan nýjan eftir notkun. 

Ábyrgð

Þegar ekkert er tekið fram um ábyrgð þá er hún 2 ár. Fyrir vörur sem hafa lengri ábyrgð þá gildir hún yfir varahluti. Vinna við viðgerðir og akstur reiknast aukalega samkvæmt gjaldskrá. Tímagjald við vinnu er 10.136 kr m vsk. Skrifborðsstólar frá Håg og RH eru með 10 ára ábyrgð á varahlutum*. Ergolift rafmagnsstell 5 ára ábyrgð. Stólar frá Tronhill og Actiu 5 ára ábyrgð.

*Ef stólar eru notaðir 24/7 þá er takmörkuð ábyrgð á varahlutum stólsins.

Greiðslur

Tekið er við greiðslum frá greiðslukortum frá Visa, Euro og Mastercard, bæði debet og kreditkort. Við tökum ekki við American Express kortum. Við kaup á netinu fær kaupandi tölvupóst með staðfestingu á pöntun.

EG Skrifstofuhúsgögn, kt.500496-2239, vsk númer 50209, varnarþing er Héraðsdómur Reykjavíkur

Persónuvernd

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Vörur fáanlegar í sérpöntun

Við ábyrgjumst ekki að verð á vörum fáanlegum í sérpöntun séu rétt en þau miðast við það verð sem var í gildi þegar pöntun var síðast tekin. Gengisbreytingar umfram 3% frá fyrri pöntun geta hækkað eða lækkað verð vörunnar í dag. Vörur í sérpöntun er ekki hægt að panta á vefsíðu sökum þessa.

Vefsíða er sífellt í vinnslu og því eru gerðir fyrirvarar og geta verið augljósar villur í verðum

Verið getur að einstaka vörur á vefsíðu séu merktar á 0.kr , það er villa vegna þess að nýverið voru vörur færðar um vefumsjónakerfi og getur því verið að ekki allar vörur séu komnar með verðmerkingu. Allar vörur sem eru merktar á 0.kr á síðu þessari þarf að leita tilboða til okkar til að fá raunverulegt verð á þeim. Það er almenn skynsemi að ekki er hægt að kaupa húsgögn á 0.kr.

Ármúli 22, 108 Reykjavík

Opnunartími 9-17 alla virka daga

533-5900

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn