Svona verður skrifstofan heima þægilegri og skilvirkari

Sífellt fleiri kjósa að vinna að heiman, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi eða sambland vinnu að heiman og á vinnustaðnum.

Meðal kosta þess að vinna að heiman má nefna, meira frelsi og sveigjanleika, bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sparnaður. Tala nú ekki um að geta drukkið kaffið úr uppáhalds múmínbollanum

Noom 50 stóll á viðarfótum, Longo borð, Noom 10 fundarstóll, Longo skenkur allt fáanlegt í sérpöntun

Svo að vinnan verði árangursrík og þægileg, er mikilvægt að skipuleggja skrifstofuna heima fyrir

Hér koma nokkur ráð:

Veldu stað sem er fjarri sjónvarpi og forðastu að hafa skrifstofuna á gangvegi, til að losna við truflun

Hafðu birtustig í huga, gott að horfa til náttúrulegrar birtu, líklegast er að þú þurfir að bæta við lýsingu við skrifstofuaðstöðuna.

Komdu skipulagi á skrifborðið

Hafðu raftengi í huga, hvernig á að hlaða snjalltækin? (sjá hleðslulok hér) Hvert fara snúrurnar? Þarftu að hafa gat í borðinu? Kapalbakka undir eða fjöltengi undir borðinu? Vel skipulögð og stílhrein skrifstofuaðstaða býr til jarðveg fyrir árangursríka vinnu

Þegar þú hefur valið rýmið , þá er gott skrifborð og góður skrifborðsstóll lykilatriði

Æskilegast væri að fá hækkanlegt skrifborð til að fá meiri fjölbreytni í líkamsstöðu og eins og til dæmis Ergolift rafmagnsborð. Hækkanleg borð hjálpa þér ekki aðeins að standa upp heldur hjálpa þér að hvíla axlir og herðar því að borð er stillt í rétta hæð, þ.e. að olnbogi sé í aðeins meira en 90 gráðum á borðinu þannig að handleggir hvíli á borðinu.

Hafðu í huga að augnhæð á að vera við efri hluta skjás. Til þess að svo megi vera er oft nauðsynlegt að vera með skjá festan við skjáhaldara sem er stillanlegur svo rétt hæð náist.

Håg Futu 1100 skrifborðsstóll er fáanlegur í ýmsum litum

Veldu stól sem heldur þér á hreyfingu og fer vel með þig

Við val á skrifborðsstól er æskilegt að hafa fyrst og fremst heilsu þína í huga, oft eru skrifborðsstólar sem valdir eru heima fyrir ódýrari en á vinnustaðnum, þó er mikilvægt að vera með stól sem dregur ekki úr heilsu, líðan og vinnuframlagi. Veldu stól sem ýtir undir fjölbreytni og hreyfingu og er með stillanlega hæð á mjóbaki eða bakhæð og stillanlegri setudýpt til viðbótar við að vera hæðarstillanlegur. Þessir stillimöguleikar eru nauðsynlegir svo þú getir verið viss um að stóllinn passi þér. Dæmi um þannig stól frá okkur er Håg Futu, sem er einfaldari útgáfa af gæða stólum sem teknir eru á vinnustaði en engu er til sparað er varðar gæði og heilsu notandans. Håg Futu er einnig vinsæll sem aðal skrifborðsstóll fyrirtækja og stofnana.

Håg Futu 1200 skrifborðsstóll hentar vel bæði heima fyrir og á vinnustaði, ath aðeins öðruvísi bak á mynd

Viltu fræðast meira? Kíktu á pistil okkar: Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

Þýdd grein frá birgja okkar Actiu á Spáni með breytingum og viðbótum um skrifborðsstóla

Deila greininni:

Ármúli 22, 108 Reykjavík

Opnunartími 9-17 alla virka daga

533-5900

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn