Lýsing
Swing stóllinn skapar heilbrigðara vinnuumhverfi með því að hreyfa sig með þér yfir daginn. Þú getur ruggað þér örugglega, snúið og hallað þér. Hæðarstillanleg pumpa gerir þér kleift að sitja auðveldlega í réttri hæð fyrir bestu þægindi líkamans.
Einfalt að stilla hæð kollsins og einnig er hægt að halla setunni fram.
Góður stóll fyrir bæði sitjandi og standandi skrifborð.
Snúningskerfi stólsins er falið í plastbotni svo botninn helst á sínum stað á meðan sætið er á hreyfingu sem gerir Activa Swing að fullkomnu vali fyrir vinnustofur, stutta fundi eða hugarflugslotur þar sem stóllinn heldur notandanum hreyfanlegum.