Lýsing
Fluit – leyfðu því að flæða.
Fluit frá Actiu er stóll með samræmdri hönnun, léttur og sterkur í jöfnum hlutum þökk sé nýstárlegu ferli í plastmótun. Slétt yfirborð og mjúk snerting þökk sé flæðandi hönnun. Fluit er sterkbyggður og stöðugur stóll.
Fluit er fáanlegur í mörgum útfærslum, svo sem með eða án arma, bólstraður eða óbólstraður og sem barstóll.
Fluit er sjálfbær og er unninn 100% úr endurunnu trefjaplasti og pólýprópýlenplasti sem er vottað af GreenWorld Compounding. Plastið kemur úr ávaxta- og grænmetiskössum frá Andalúsíu, svæði sem er þekkt sem „grænmetisgarður Evrópu“.
Fluit býr yfir einstakri aðlögunarhæfni og getur lagað sig að hvaða rými sem er. Línur stólsins gera honum kleyft að flæða í mismunandi umhverfi og hann býr yfir frábærum einkennum eins og UVI vörn sem staðalbúnað. Fluit er staflanlegur og hægt er að stafla allt að 20 stólum (án arma) sem gerir hann að fullkomnum stól fyrir bæði inni og úti rými.
Hönnun: Archirivolto Design er hönnunarteymi sem samanstendur af Marco Pocci og Claudio Dondoli. Teymið þeirra sérhæfir sig í hönnun á sætum, allt frá sófum til stóla og stóla fyrir vinnurými og sameiginlegt umhverfi. Fluit er hannaður til að aðlagast hvaða rými sem er.