Lýsing
HÅG Tion stólarnir sameina lipra hönnun og sveigjanleika sem henta öllum vinnuumhverfum, hvort sem er á heimaskrifstofu eða í stórum fyrirtækjum. Með HÅG inBalance hreyfikerfinu fylgja stólarnir hreyfingum þínum á eðlilegan hátt og stuðla að betri líkamsstöðu og vellíðan í vinnunni. HÅG Tion eru hannaðir með umhverfisvernd að leiðarljósi og nýta mikið af endurunnum efnum, svo sem endurunnið plast og ál, auk þess sem viður er FSC-vottaður.
Létt og lipur hönnun, fjölbreyttir litir og lítill fótkross gerir það að verkum að Tion passar hvar sem er.
Þessir stólar eru því ekki bara hagnýtir og þægilegir heldur einnig ábyrgt val fyrir þá sem vilja draga úr umhverfisáhrifum.
- Tion 2100 er með sæti og bak úr plasti sem inniheldur 94% endurunnið plast auk þess sem íhlutir stólsins úr áli eru 97-98% endurunnir.
- Tion 2140 er með bólstruðu sæti og baki úr plasti. Plasthlutir stólsins eru úr 94% endurunnu plasti og álhlutir eru úr 100% endurunnu áli.
- Tion 2160 er með bólstruðu sæti og baki. Plasthlutir stólsins eru úr 94% endurunnu plasti og álhlutir eru úr 100% endurunnu áli.
- Tion 2240 er með bólstruðu sæti og baki úr viði. Plasthlutir stólsins eru úr 94% endurunnu plasti og álhlutir eru úr 100% endurunnu áli. FSC vottaður viður.
- Tion 2200 er með sæti og baki úr viði. FSC vottaður viður og álhlutir eru úr 100% endurunnu áli.
Allir stólarnir eru fáanlegir með örmum.
Sýnishorn af Tion eru til í verslun.
- Ø65 mm hjól sem henta fyrir mjúk og hörð gólfefni.
- Fimm arma fótkross (Ø620 mm) með fótstuðningi úr endurunnu áli. Í boði í 5 litum: Svart, Silfur, Hvítt, Blush Rose og Moss Grátt.
- 150 mm sætispumpa (sætishæð: 408-542 mm). Í boði í 5 litum: Svart, Silfur, Hvítt, Blush Rose og Moss Grátt.
- Bakstykki úr endurunnu áli. Í boði í 5 litum: Svart, Silfur, Hvítt, Blush Rose og Moss Grátt.
- Sæti og bak úr 94% endurunnu plasti (PP) eða aski með hvítlitaðri vaxáferð. Plast í boði í 8 litum: Svart, Mist, Harvest, Moss, Blush, Chestnut, Crowberry og Brúnt*.
Brúni liturinn er gerður úr endurunnu plasti úr snjómokstursmerkjum – litamismunur getur verið vegna blöndu af svörtum og rauðum snjómokstursmerkjum.