Hagstæðar lausnir fyrir heima skrifstofuna

Það getur verið dýrkeypt fyrir heilsuna að sitja heima í fjarvinnu á eldhússtól, þó að okkar fyrstu ráð væru að fjárfesta í alhliða skrifborðsstóll og rafmagnsborði, þá er það ekki endilega á allra færi. Hér að neðan má sjá hagstæðar lausnir sem geta komið sér vel:

Longo borð, Noom 30 stólar gestastólar (ekki hugsaðir til langtímasetu) og Longo skenkur, þessar vörur eru fáanlegar í sérpöntun

Humantool hnakkseta

360 gráðu hreyfanleiki fær þig til að virkja vöðva í baki til að halda jafnvægi, gott mótvægi við kyrrsetu og setið er hærra í uppréttri stöðu. Hægt að setja á alla venjulega stóla með nokkuð sléttri setu.

Texas hnakkstóll

Góð tilbreyting í setustöðu, þú situr hærra en í venjulegum stól, ert í uppréttri stöðu og styrkir bak sem er gott mótvægi gegn kyrrsetu í hefðbundnari stól. Góður sem auka stóll ef þú ert með skrifborðsstól með baki.

Håg Futu 1200 skrifborðsstóll

Þessi er okkar hagstæðustu kaup sem skrifborðsstóll, stóllinn er einfaldari útgáfa af Håg stólum en engu er til sparað þegar kemur að gæðum og hönnun. 10 ára ábyrgð og þú getur búist við að nota hann í 15-20 ár.

Aðrar tillögur, notaðu vegghillu eða felliborð á vegg til þess að standa við fartölvuna eða tölvuna, þú getur mælt hvaða hæð er ákjósanlegust fyrir þig. Það er við olnbogahæð þegar staðið er en þó þannig að handleggur halli aðeins niður á við. Það er strax mikill munur að geta staðið upp við vinnu og hjálpar þér að einbeita þér að verkefnum dagsins.

Deila greininni:

Vilt þú vera á póstlista?

Á póstlistanum okkar getur þú fengið upplýsingar um sértilboð og nýjar vörur sem voru að koma í hús.

© 2024 EG Skrifstofuhúsgögn