Posted on

Hvaða þróun verður í skrifstofuhúsgögnum árið 2021?

Árið sem er að líða hefur verið engu líkt og ýtt undir hraðari samfélagsbreytingar og þar eru breytingar á því hvernig vinna er skipulögð umtalsverðar.

Mörg okkar höfum við varið miklum tíma heima fyrir og áttað okkur á því að hluti vinnunar getur sannarlega verið unnin heima fyrir. Svo óljóst er að þegar covid ástandinu lýkur hvort allir starfsmenn snúi til baka og sennilegast er að hluti starfsmanna muni áfram kjósa að vinna heima fyrir að einhverjum hluta. Þá er að huga að því að vinnustaðurinn geti verið vagga sköpunar og teymisvinnu þegar á þarf að halda.

Við skoðuðum hvað væri verið að fjalla um erlendis um hvaða þróun verði í húsgögnum á vinnustaðnum á árinu 2021. Hér að neðan eru helstu þemu sem við tókum eftir

Mjúk form, hringlaga sófar, rúnnaðir kantar á húsgögnum

Håg Capisco einn af fáu svansmerktu skrifborðsstólum á markaðnum

Umhverfisvitund, náttúrulegur efniviður, ljósir viðarlitir. Mannkynið hefur gengið of mikið á náttúruna og það eykur líkur á súnu (smitsjúkdómum líkt og Covid sem berast frá dýrum í menn). Ein af svörunum við því er meiri sjálfbærni og því er spáð að sjálfbærari og betri nýting húsgagna fái sífellt stærra hlutverk.

Bolt hægindastólar og Size sófaborð, fáanleg í sérpöntun

Þægindi, margir starfsmenn hafa undanfarið upplifað þægindin við að vinna heima, því er spáð að aukin krafa verði um að þau þægindi séu meira til staðar á vinnustaðnum.

Prisma borð fáanlegt í ýmsum stærðum og litum

Plöntum heldur áfram að fjölga og koma meira og meira inn á skrifstofuna, grænir veggir, stærri pottar, ker

Færanleg skilrúm, hægt að setja upp rými fyrir fundarhöld hvenær sem er færa og breyta eftir notkun hverju sinni.

Einnig er komið á markað færanlegt fundarborð sem er einnig tússtafla á hjólum ef á þarf að halda sjá hér

MR Box sófar með skilrúmi

Fyrirtæki og stofnanir halda áfram að bæta hljóðvist á vinnustaðnum. Sífellt fleiri eru að bæta við símaklefum, dæmi um slíka er MR box símasófi með skilrúmi sem er fáanlegur í sérpöntun

Bolt hægindastólar og MR Box sófi með skilrúmi og þaki

Meiri áhersla á sameiginlegu rýmin, fólk er í auknum mæli farið að vinna hugmyndavinna og teymisvinna er einn mikilvægasti þátturinn sem á sér stað innan fyrirtækja. Sjálfstæð vinna starfsmanna getur að miklu leyti farið fram heima fyrir.

Rýmum skipt betur niður og skilrúm verða mikilvægari og meira lagt í hönnun þeirra en áður

Við hjá Eg Skrifstofuhúsgögn óskum ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á ári bóluefnisins 2021

Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi

EG Skrifstofuhúsgögn

heimildir:

Posted on

Hvaða stíl viltu hafa á heimaskrifstofu þinni?

Á árinu 2020 hefur heima skrifstofan fengið stærra hlutverk, flestir eru búnir að skilgreina eitthvað svæði heima fyrir sem vinnurými, hvort sem það er lítið horn, eldhúsborðið eða skrifstofuherbergi.

Hve stór eða lítil eða hvar skrifstofan eða vinnurýmið er skiptir ekki öllu máli, búnaðurinn sem þú ert með er annaðhvort að fara að hjálpa þér að vinna eða standa í vegi fyrir fjarvinnunni. Að sitja á eldhússtól við eldhúsborðið heima er til að mynda ekki að fara að hjálpa þér að finna flæði við vinnu. Kyrrsetan er einfaldlega of mikil og líkaminn mun kalla á breytingar sem eldhússtóllinn hefur ekki upp á að bjóða.

Fáðu innblástur, hér að neðan eru fimm mismunandi útfærslur af skrifstofu heima, allar þessar vörur á myndum eru einungis fáanlegar í sérpöntun.

Heilsuvæn, skapandi og verkleg skrifstofa, kjörin í fjarvinnu. Longo skenkur fáanlegur í sérpöntun. Litur á vegg skapar ákveðna stemmingu sem er svo jarðtengd með dökkum og gráum tónum við gólfflöt.

Fyrir heilsuvæna skrifstofu mælum við með Ergolift skrifborði (hægt að fá hvíta borðplötu og svarta T fætur) og Håg Futu 1200 nettum skrifborðsstól

Minimalísk skrifstofa, ljós, létt, einföld. Meginstefið er að minna er meira. Noom 30 gestastólar (ekki ætlaðir fyrir lengri setutíma, mælum frekar með skrifborðsstól fyrir slíkt). Longo borð og Longo skenkur fáanlegur í sérpöntun, hægt að skapa svipuð áhrif með Ergolift rafmagnsborði, með hvítri plötu og hvítum T fótum en það er til á lagerNorrænn stíll, léttir viðarlitir, ljósir litir og smá hygge blandað inn í . Prisma borð, Actiu skenkur

Heilsuvæn, ljós, einföld skrifstofa með sterkan rauðan lit sem myndar andstæðu. Hægt er að sérpanta stóla í ýmsum litum. Wing úti og innistólar eru hér sem gestastólar.

Grænir tónar í bland við ljósan norrænan stíl. Noom 30 fundarstóll, Noom 50 gestastóll, Longo skenkur. Skemmtilegt hvernig sléttum flötum er blandað saman við hrjúfa fleti. Tré í bakgrunn sennilega ólífutré gefur skrifstofunni meira líf.

-Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgögn

Myndir frá spænska birgja okkar Actiu

Posted on

Hagstæðar lausnir fyrir heima skrifstofuna

Það getur verið dýrkeypt fyrir heilsuna að sitja heima í fjarvinnu á eldhússtól, þó að okkar fyrstu ráð væru að fjárfesta í alhliða skrifborðsstóll og rafmagnsborði, þá er það ekki endilega á allra færi. Hér að neðan má sjá hagstæðar lausnir sem geta komið sér vel:

Longo borð, Noom 30 stólar gestastólar (ekki hugsaðir til langtímasetu) og Longo skenkur, þessar vörur eru fáanlegar í sérpöntun

Humantool hnakkseta

360 gráðu hreyfanleiki fær þig til að virkja vöðva í baki til að halda jafnvægi, gott mótvægi við kyrrsetu og setið er hærra í uppréttri stöðu. Hægt að setja á alla venjulega stóla með nokkuð sléttri setu.

Texas hnakkstóll

Góð tilbreyting í setustöðu, þú situr hærra en í venjulegum stól, ert í uppréttri stöðu og styrkir bak sem er gott mótvægi gegn kyrrsetu í hefðbundnari stól. Góður sem auka stóll ef þú ert með skrifborðsstól með baki.

Håg Futu 1200 skrifborðsstóll

Þessi er okkar hagstæðustu kaup sem skrifborðsstóll, stóllinn er einfaldari útgáfa af Håg stólum en engu er til sparað þegar kemur að gæðum og hönnun. 10 ára ábyrgð og þú getur búist við að nota hann í 15-20 ár.

Aðrar tillögur, notaðu vegghillu eða felliborð á vegg til þess að standa við fartölvuna eða tölvuna, þú getur mælt hvaða hæð er ákjósanlegust fyrir þig. Það er við olnbogahæð þegar staðið er en þó þannig að handleggur halli aðeins niður á við. Það er strax mikill munur að geta staðið upp við vinnu og hjálpar þér að einbeita þér að verkefnum dagsins.

Posted on

Sjáðu stóru verkefnin okkar á árinu 2020

Meðal stærri verkefna á árinu 2020 voru húsgögn í nýtt húsnæði Hafrannsóknarstofnunar og í nýtt húsnæði Byggðastofnunar

Í báðum verkefnum voru stólar notaðir til að gefa rýmunum lit og náttúrulegur viður í stóru hlutverki

Í byrjun júlí 2020 settum við upp húsgögn í nýtt húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki, sjáðu stærri myndir hér að neðan:

Noom 50 stólar í mötuneyti, litríkir, Tabula hringborð
Actiu Wing útistólar í mismunandi litum úti á palli og Tabula hringborð svört
MR Box símaklefar, herbergi í miðri byggingu með rennihurð og gleri
MR Box eins sæta og 3ja sæta sófi við kaffiaðstöðu á 2.hæð
SC skápar, rennihurðaskápar blandaðir við hefðbundna möppuskápa.
SC fundarborð, 240×120 cm, TR Ultra fundarstólar við
Ergolift rafmagnsborð svört, með 50cm Co skúffu undir, 2 arma skjáörmum, SC skilrúm á milli borða, útdraganlegir SC turnskápar

Hjá Hafrannsóknastofnun var ljósa viðarklæðningin í timburhúsinu í aðal hlutverki. Fundarborð eru ýmist hvít eða grá. Fundar og gestarstólar litríkir, með mismunandi litum eftir hvaða hæð á við.

Noom 50 fundarstóll heilklæddur og Fumac fundarborð með linoleum vönduðum og mjúkum toppi á fundarborði

Fumac fundarborð 250×140 cm, hér á mynd með ljósgráum linoleum topp
Posted on

Ert þú að vinna að heiman? Svona passar þú upp á heilsuna við vinnu

Að vinna að heiman er nýr veruleiki fjölda fólks þessa dagana og nýjar aðstæður kalla á nýjar áskoranir. Ekki hafa allir aðgang að sérstöku skrifstofuherbergi eða rými heima hjá sér og því er sófinn eða borðstofuborðið ný vinnustöð hjá mörgum. Þar á ofan getur innivera dregið mikið úr því hvað við hreyfum okkur mikið yfir daginn. Þetta saman getur haft neikvæð áhrif á líkama okkar, líkamsstöðu og vellíðan.

Hér að neðan má finna nokkur gagnleg ráð til að bæta líðan við fjarvinnu á þessum óvenjulegu tímum

Haltu þér fjarri sófanum

Flestir eru sammála að sófinn er versti staðurinn til að vinna í til lengri tíma og hefur fljótt neikvæð áhrif á líkamsstöðu þína. Þægilega tilfinningin getur verið blekkjandi og dregið úr vilja fólks til að hreyfa sig og breyta um stöðu, sem mun bara gera illt verra. Ef þú hefur nokkurn annan möguleika veldu þá eldhúsborðið frekar.

Notaðu réttan búnað

Það er ómögulegt að segja til um hve lengi þetta fjarvinnu ástand varir og eru sumir farnir að spá því að það verði talið í mánuðum, jafnvel meira áður en fólk fer að koma aftur til baka á skrifstofurnar. Fyrir fyrirtæki og stofnanir þýðir þetta að sú vinnuaðstaða sem fólk er með heima hjá sér mun hafa töluverð áhrif á vinnuframlag, líðan og heilsu starfsfólks.

Þessi vinnuaðstaða inniheldur:

Lyklaborð og mús

Að halla sér fram yfir fartölvu yfir langan tíma getur valdið miklum skaða, svo lyklaborð og mús eru fljótleg leið til að bæta vinnuaðstöðuna.

Stillanlegan skrifborðsstól

Næst mikilvægasti búnaðurinn fyrir heilsuvæna vinnuaðstöðu er stillanlegur skrifborðsstóll, góður stóll hjálpar þér að halda réttri líkamsstöðu, ýtir undir hreyfanleika og eykur einbeitingu og þar með vinnuframlag.

Haltu þér á hreyfingu – að minnsta kosti á hálftíma fresti

Líkami þinn þráir hreyfingu og kyrrseta hefur verulega neikvæð áhrif á líkamsstöðu okkar og vellíðan. Að vinna að heiman felur í sér mun meiri einangrun og þar með hefur þú færri ástæður til þess að hreyfa þig. Það er því gott ráð að minna sig á að hreyfa sig eitthvað á hálftíma fresti. Þú þarft ekki að taka heila æfingu, það getur verið nóg að teygja úr þér og sérstaklega á hryggnum. Það gæti hjálpað að láta símann senda sér áminningu og reyna þá um leið að festa inn nýjar venjur.

Håg Capisco skrifborðsstóll er sérlega þægilegur fyrir fjölbreyttar setustöður og auðvelt að teygja úr sér í honum

Fáðu ferskt loft

Bættu fersku lofti inn í stuttu pásurnar. Kíktu út á svalir, út í garð, upp á þak, út í glugga, mun gera helling fyrir þig.

Fáðu dagsbirtu

Það er alltof auðvelt þessa dagana að vera allan daginn inni, svo ef þú getur fáðu smá d vítamín frá dagsbirtunni á meðan þú tekur þér pásur.

Vertu í sambandi

Að vinna að heiman getur verið einmannaleg reynsla, svo passaðu upp á að halda sambandi við vinnufélagana og fólkið í kringum þig. Nóg er úrvalið af samskiptamiðlum og fjarfundarforritum, nýttu þau.

Stundaðu líkamsrækt

Þegar vinnudeginum er lokið er enn þá mikilvægt að hlúa að líkamanum. Minni hreyfing þýðir að nú sem aldrei fyrr er enn meiri ástæða til þess að hreyfa sig reglulega. Ef þú getur, farðu í göngutúr fyrir eða eftir vinnu. Þú getur einnig nýtt þér fjöldan allan af þeim æfingum sem flæða nú yfir frétta- og samfélagsmiðla.

Samantekt

Heimili okkar er oft ekki hannað fyrir vinnu, fylgdu þessum fljótlegu ráðum til að bæta líðan þína við fjarvinnu:

-Notaðu mús og lyklaborð

-Notaðu stillanlegan skrifborðsstól

-Hreyfðu þig á 30 mínútna fresti

-Gættu þess að fá ferskt loft og dagsbirtu reglulega

-Haltu sambandi við vinnufélaga

-Stundaðu líkamsrækt daglega

Hjá skandinavíska fyrirtækinu Flokk finnur því fjölbreytt úrval skrifborðsstóla sem allir eiga eitt sameiginlegt að vera hannaðir til þess a styðja við líkama þinn við vinnu og ýta undir þína heilsu. Sjáðu skrifborðsstóla okkar hér en vörumerki frá Flokk eru Håg og RH stólar

Grein þýdd frá vefsíðu Flokk af Kristjáni Andra Jóhannssyni sölu- og markaðsfulltrúa EG Skrifstofuhúsgagna

Posted on

Hvaða straumar verða áberandi árið 2020 í skrifstofuhúsgögnum?

Við hönnun á skrifstofum nútímans þurfa hönnuðir að takast á við breytilegar þarfir fyrirtækja á sama tíma og umhverfi er skapað sem styrkir við vörumerki fyrirtækisins. Vel hönnuð rými geta verið drifkraftur nýsköpunar, eflt fyrirtækjamenningu og komið sýn fyrirtækisins til skila.

En hvaða straumar verða áberandi fyrir árið 2020 við hönnun á vinnustöðum?

Við litum aðeins yfir þróunina á árinu og hverju er verið að spá erlendis

Hér fyrir neðan koma nokkur mynstur sem við urðum vör við

Óformleg og opin félagsleg rými

Þróun sem heldur áfram, rými sem geta haft ýmsa notkunarmöguleika

Noom hægrindastólar, Tabula hringborð, Wing staflanlegir stólar

Heilsuvæn húsgögn í fyrirrúmi

Hæðarstillanleg rafmagnsborð eru orðin staðalbúnaður og heilsuvænn skrifborðsstóll sem nýtist sem best með borðinu. Við spáum því að eftirspurnin eftir fleiri vörum sem hreyfa við þér í vinnu muni aukast

Hækkanlegt skrifborð og Håg Capisco skrifborðsstóll, sem hægt er að sitja í hátt, halla aftur, öfugt til að hvíla bak, upprétt, fjölbreytni í setustöðum

Náttúruleg eik og eikarlitur er að koma sterkur inn

Einnig höfum við fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir svörtum borðum og húsgögnum

Náttúran inn á skrifstofuna og að nýta náttúrulega lýsingu sem mest

Rannsóknir hafa sýnt að 47% starfsmanna telja að þau skorti náttúrulega lýsingu og það dragi úr þeim orku við vinnu


Håg Capisco skrifborðstóla er hægt að nota sem háa fundarstóla með fjölbreyttum setu möguleikum, heilsuvænni og skilvirkari fundum

Hljóðvist skiptir sífellt meira máli í opnum rýmum

-Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgagna

Posted on

Svona verður skrifstofan heima þægilegri og skilvirkari

Sífellt fleiri kjósa að vinna að heiman, hvort sem það er í fullu starfi eða hlutastarfi eða sambland vinnu að heiman og á vinnustaðnum.

Meðal kosta þess að vinna að heiman má nefna, meira frelsi og sveigjanleika, bætt jafnvægi milli vinnu og einkalífs og sparnaður. Tala nú ekki um að geta drukkið kaffið úr uppáhalds múmínbollanum

Noom 50 stóll á viðarfótum, Longo borð, Noom 10 fundarstóll, Longo skenkur allt fáanlegt í sérpöntun

Svo að vinnan verði árangursrík og þægileg, er mikilvægt að skipuleggja skrifstofuna heima fyrir

Hér koma nokkur ráð:

Veldu stað sem er fjarri sjónvarpi og forðastu að hafa skrifstofuna á gangvegi, til að losna við truflun

Hafðu birtustig í huga, gott að horfa til náttúrulegrar birtu, líklegast er að þú þurfir að bæta við lýsingu við skrifstofuaðstöðuna.

Komdu skipulagi á skrifborðið

Hafðu raftengi í huga, hvernig á að hlaða snjalltækin? (sjá hleðslulok hér) Hvert fara snúrurnar? Þarftu að hafa gat í borðinu? Kapalbakka undir eða fjöltengi undir borðinu? Vel skipulögð og stílhrein skrifstofuaðstaða býr til jarðveg fyrir árangursríka vinnu

Þegar þú hefur valið rýmið , þá er gott skrifborð og góður skrifborðsstóll lykilatriði

Æskilegast væri að fá hækkanlegt skrifborð til að fá meiri fjölbreytni í líkamsstöðu og eins og til dæmis Ergolift rafmagnsborð. Hækkanleg borð hjálpa þér ekki aðeins að standa upp heldur hjálpa þér að hvíla axlir og herðar því að borð er stillt í rétta hæð, þ.e. að olnbogi sé í aðeins meira en 90 gráðum á borðinu þannig að handleggir hvíli á borðinu.

Hafðu í huga að augnhæð á að vera við efri hluta skjás. Til þess að svo megi vera er oft nauðsynlegt að vera með skjá festan við skjáhaldara sem er stillanlegur svo rétt hæð náist.

Håg Futu 1100 skrifborðsstóll er fáanlegur í ýmsum litum

Veldu stól sem heldur þér á hreyfingu og fer vel með þig

Við val á skrifborðsstól er æskilegt að hafa fyrst og fremst heilsu þína í huga, oft eru skrifborðsstólar sem valdir eru heima fyrir ódýrari en á vinnustaðnum, þó er mikilvægt að vera með stól sem dregur ekki úr heilsu, líðan og vinnuframlagi. Veldu stól sem ýtir undir fjölbreytni og hreyfingu og er með stillanlega hæð á mjóbaki eða bakhæð og stillanlegri setudýpt til viðbótar við að vera hæðarstillanlegur. Þessir stillimöguleikar eru nauðsynlegir svo þú getir verið viss um að stóllinn passi þér. Dæmi um þannig stól frá okkur er Håg Futu, sem er einfaldari útgáfa af gæða stólum sem teknir eru á vinnustaði en engu er til sparað er varðar gæði og heilsu notandans. Håg Futu er einnig vinsæll sem aðal skrifborðsstóll fyrirtækja og stofnana.

Håg Futu 1200 skrifborðsstóll hentar vel bæði heima fyrir og á vinnustaði, ath aðeins öðruvísi bak á mynd

Viltu fræðast meira? Kíktu á pistil okkar: Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgagna

Þýdd grein frá birgja okkar Actiu á Spáni með breytingum og viðbótum um skrifborðsstóla

Posted on Færðu inn athugasemd

Hvað kostar góður skrifborðsstóll?

Þú getur keypt þér skrifborðsstól fyrir um 30 þúsund krónur. Verði svoleiðis stóll fyrir valinu er allt eins líklegt að þú munir standa aftur á byrjunarreit að leita þér að nýjum stól innan tveggja ára. En hvað kostar góður skrifborðsstóll? Það er stóll sem endist og hjálpar þér að halda góðri setustöðu og á hreyfingu meðan setið er.

Of ódýrir skrifstofustólar geta verið dýrari til lengdar

Svampur og áklæði og undirgrind eru yfirleitt ekki gerð til að endast lengi á ódýrari stólum

Líklegt er að ódýrir skrifborðsstólar séu óvandaðir og passi þér ekki í stærð sem veldur því að stóllinn ýti undir ranga setustöðu. Slíkt til lengri tíma getur valdið krónískum stoðkerfisvandamálum og jafnvel breytt líkamsstöðu þinni til hins verra. Oft eru svoleiðis stólar ekki með samhæfða hreyfingu baks og setu sem þýðir bara eitt stóllinn mun halda þér í kyrrsetu. Kyrrseta hefur verið tengd við fjöldan allan af sjúkdómum svo sem hjartasjúkdóma, ýmsar tegundir af krabbameini og sykursýki 2. Rekja má kyrrsetu beint til 3,8% allra dauðsfalla í heiminum í dag.

6 eiginleikar sem einkenna góðan skrifborðsstól

  • Stuðningur við mjóbak
  • Hæðarstillanlegt bak eða stillanleg hæð á mjóbakspúða
  • Stillanleg setudýpt til að stilla rétt stuðning við mjóbak og stuðning undir læri
  • Stillanlega arma sem ættu að vera aftarlega til að þú komist sem næst borðinu
  • Samhæfð hreyfing baks og setu hvetur þig til hreyfinga
  • Lengri ábyrgð, helst um 10 ár, þú vilt fjárfesta í stól sem er ekki með vesen og er ekki að bila/slitna hratt.

Bónus: Til að stóllinn nýtist sem best er best að vera með hækkanlegt skrifborð

Svo þú getir hvílt olnboga í réttri hæð á borðinu miðað við setustöðu hverju sinni og í mismunandi hæð í setustöðu og svo þú getir staðið inn á milli.

Hvað kosta svona stólar almennt í dag?

Að meðaltali eru skrifborðsstólar sem uppfylla ofangreindar kröfur á 199.016 m vsk á markaðnum samkvæmt síðustu verðkönnun okkar þann 26.október 2020. Inn í verðkönnun okkar tókum við inn 23 skrifborðsstóla frá 5 mismunandi fyrirtækjum.* Stólar sem voru yfir 350.000 kr voru ekki teknir inn því slíkir stólar eru oft sérhæfðari og eftirspurn er minni eftir þeim.

Stólar sem við erum að selja og bendum á í þessu sambandi eru:

Góður skrifborðsstóll kostar í flestum tilfellum aðeins meira en nýr Iphone eða Samsung sími en hafa verður í huga að hann mun endast þér mun lengur.

Heimildir:

The Potential Yield of Non-Exercise Physical Activity Energy Expenditure in Public Health

All Cause Mortality Attributive to Sitting Time

Back 2 í Bretlandi (https://www.back2.co.uk/)

*Hægt er að biðja um að fá sendan allan listann yfir stóla og verð í síðustu verðkönnun okkar. Sendu mér póst á kristjan@staging.skrifstofa.is 

Myndir eru úr myndabanka Shutterstock

  • Kristján Andri Jóhannsson sölu- og markaðsfulltrúi EG Skrifstofuhúsgögn
  • síðast uppfært 26.10.2020
Posted on Færðu inn athugasemd

5 sjálfbærir norrænir stólar

Í helgarblaði Fréttablaðsins 30.mars var fjallað um fimm sjálfbæra norræna stóla sem voru til sýnis á Hönnunarmars. Skrifborðsstóllinn Håg Capisco var þar fyrir hönd Noregs.

Hvað er svona umhverfisvænt við Håg Capisco?

Kolefnisfótspor við framleiðslu stólsins er aðeins um 45kg, ekkert lím eða hættuleg efni eru notuð, 48% úr endurunnum efnum og plastefni stólsins er endurunnið úr plasti sem kemur frá heimilum. Tímalaus hönnun yfir 30 ár á markaðnum, hægt að skipta um áklæði (með hjálp frá seljanda) og inniheldur fáa hluti sem auðvelt er að taka í sundur. Håg Capisco er einnig fyrsti skrifborðsstóllinn til að hljóta svansvottun.

Smelltu hér til að lesa meira um verðlaunin